31.3.2009 | 18:02
pólitík og fótbolti
Það er ekki margt líkt með stjórnmálum og fótbolta.Nema ef vera skildu stuðningsmennirnir, alvöru stuðningsmenn knattspyrnuliða halda með sínu liði hvað sem á dynur, fylgja sínum mönnum niður um deildir og upp aftur. Eins er með trúarbrögð, menn skifta ekkert um trú bara sisona. Og þá erum við komin að pólitíkinni, það er eins og margt fólk líti á stjórnmálaflokkinn sinn eins og knattspyrnulið eða trúfélag. Hvað er það sem gerir það að verkum að stjórnmálaflokkur sem hefur verið "nná" svo notað sé talmál úr boltanum, í 18 ár og komið okkur niður í 3. deild, sem sagt staðið sig með eindæmum illa, skuli fá í skoðanakönnunum yfir 25% . Hvað getur verið svona hættulegt við að skifta inná? Prófa eitthvað nýtt? Það þarf að koma þeirri hugsun inn hjá fólki að það sé sjálfsagt og eðlilegt að skifta út lélegum stjórnmálamönnum. Það veitir þeim nauðsynlegt aðhald.
Koma svo íslendingar xV
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.